Skila / skipta
Takk fyrir pöntunina þína og að styðja við Emory ❤️
Okkur þykir leiðinlegt að þú sért ekki sátt/sáttur við pöntunina þína.
Vinsamlegast lesið alla skilmálana um að skila / skipta áður en þið sendið vörurnar til baka til okkar:
- Vörur þurfa að vera sendar til baka innan 14 daga frá því að þið fenguð pöntunina ykkar.
- Vörurnar þurfa að vera ónotaðar og óþveignar.
- Emory áskilur sér rétt til þess að taka ekki við vörum ef þær standast ekki kröfurnar okkar (sjá hér að neðan)*
- Það getur tekið allt að 3 virka daga að vinna úr skila/skipta afgreiðslum eftir að við fáum vörurnar í hendurnar.
- Ef varan sem þú vilt í staðinn er ekki til þá sendum við þér email með valmöguleikum.
- Ef verðmunur er á vörunni sem þú ert að skila og vilt fá í staðinn, þá færðu email með greiðslu upplýsingum eða inneignarnótu með mismuninum.
- Sendingargjald er aldrei endurgreitt.
- Ef þú hefur samband um hugsanlegan galla í flík þegar meira en 60 dagar eru frá kaupdegi, þá telst það sem eðlileg slit eftir notkun og þú munt ekki eiga rétt á endurgreiðslu, nýrri flík eða inneign.
- Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað.
- Ef viðskiptavinur endursendir vöru með pósti greiðir hann sjálfur flutningsgjöldin.
Við leggjum okkur fram í að velja bestu mögulegu efni og bestu snið fyrir hverja flík. Ef þú telur að einhver framleiðslugalli hafi orðið þá megið þið endilega senda okkur email á emory@emory.is eða skilaboð á facebook. Ekki gleyma að taka pöntunarnúmerið fram og sendið sem bestar myndir með. Emory getur ekki tekið ábyrgð á slitum vegna utanafkomandi áhrifa.
*Emory áskilur sér rétt að taka ekki við flík ef hún er með:
- bletti (td eftir svitalyktareyðir)
- hár af manneskju eða dýri
- sterkri lytk (td reykingar-, matar- eða svitalykt)
- einhverskonar ummerki um notkun
- ekki er hægt að skila/skipta glösum/brúsum
Þú getur annaðhvort sent þetta til okkar með pósti eða hent þessu inn um lúguna hjá okkur:
Emory ehf
Ásbúð 62
210 Garðabær
Passaðu að setja miða með þar sem það kemur fram pöntunarnúmer og hvað þú vilt fá í staðinn. Við höfum svo samband á emaili ef það er eitthvað.